5. februar 2024

Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn

Styrkur

Ríkisstyrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Statsstipendium) fyrir árið 2024 er laus til umsóknar. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Árnasafni í Kaupmannahöfn.

Styrkurinn, sem íslenskir fræðimenn geta sótt um, nemur að þessu sinni, auk ferðakostnaðar, um 25.000 dönskum krónum á mánuði. Árið 2024 er til ráðstöfunar fjármagn til styrkja í 7 mánuði. Styrkurinn er einkum ætlaður yngri, upprennandi fræðimönnum, sem eru nokkuð á veg komnir með rannsóknarverkefni sín. Styrktímabilið er 3 til 6 mánuðir fyrir hvern styrkþega.

Styrknum fylgir sú kvöð að styrkþegi skili stuttri greinargerð um árangur sinn af rannsóknardvölinni. Greinargerðina (um 1 A4-síða) skal senda sem fyrst eftir að dvölinni í Kaupmannahöfn lýkur og eigi síðar en mánuði eftir næstu áramót þar á eftir.

Umsóknum skal fylgja ferilsskrá, ásamt ritaskrá og stutt greinargerð fyrir rannsóknarverkefninu (um 1 A4-síða) á dönsku eða ensku ásamt meðmælum og upplýsingum um laun á Íslandi meðan á dvölinni í Kaupmannahöfn stendur. Umsóknir stilaðar á Den Arnamagnæanske Kommission, skal senda í tölvupósti til Morten Tang Petersen, eigi síðar en 15. febrúar 2024.

Emner